Nokkuð þekkt er sagan af dönskum manni sem var á gangi í miðborg Reykjavíkur upp úr 1950. Þegar hann gekk niður Laugaveginn á hann að hafa spurt: „Hvorfor bygger de ikke huse?“ Ég var svo heppinn að fá að starfa í tveimur af þeim húsum sem til stendur að rífa við Laugaveg síðasta vor. Þar fékk ég að sjá með eigin augum í hvernig ástandi byggingarnar eru. Vægast sagt þarf að gera mikið fyrir þessi hús eigi þau að standa í nokkur ár í viðbót. Það var því skynsamlegt að varðveita ákveðin hús en gefa heimild til þess að rífa önnur líkt og R-listinn gerði á sínum tíma.
Nú hefur nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hafið verslunarferð sína í miðborg Reykjavíkur og keypt Laugaveg 4 til 6. Það er mikilvægt að átta sig á því að í hvert skipti standa mun til að rífa hús við Laugaveginn kemur einhver til með að standa upp og mótmæla. í†tlar þá borgin undir forystu Sjálfstæðisflokksins (sem ég hélt að væri til hægriflokkur) að kaupa húsið til þess að gera það upp. Það verður því spennandi að fylgjast með nýjum borgarstjóra og dvergunum 7 í verslunarferð í miðborg Reykjavíkur næstu vikur og mánuði. Hversu mörgum milljörðum af opinberu fé verður eytt í uppkaupin?
í framhaldinu er áhugavert að rifja upp orð þáverandi forseta borgarstjórnar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur frá því í september 2007:
Enginn af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem borgin leitaði til á sínum tíma, bæði erlendum og innlendum, það var leitað í smiðju allra helstu og merkustu ráðgjafa okkar á sviði húsverndar, enginn lagði til friðun á þessum húsum. Enginn. Ég er hér með langan bunka af skjölum sem færa heim sanninn um það og sýna sögu málsins í orðum sem er þannig að það var enginn sem að lagði það til á sínum tíma.
Það var farið í þessa vinnu og ég held að það hafi verið gert í mikilli einlægni. Það starf hófst árið 1994 þegar Guðrún ígústsdóttir, þáverandi formaður skipulagsráðs, lagði til að farið yrði í ákveðna húsverndaráætlun í Reykjavík. Það var gert með það að markmiði að sögufræg og merk hús fengju að standa. Sú vinna stóð í mörg, mörg ár og henni lauk í raun og veru ekki fyrr en árið 2002 þegar starfshópur undir forystu írna Þórs Sigurðssonar lagði fram tillögu um uppbyggingu við Laugaveg.
Sú tillaga náði mjög vel að mati flestra að sameina uppbyggingu og verndun. Þá var fyrir löngu búið að leggja til að þessi hús sem hér eru til umræðu, 4 og 6, yrðu fjarlægð. Stýrihópurinn gerði ekki tillögu að breytingu á því, enda höfðu allir sérfræðingar sem höfðu að því verki komið, ekki lagt áherslu á þessi hús. Það er gerð í þessu skipulagi tillaga eða hugmynd um að kringum 50 hús njóti verndunar og þessi hús voru ekki þar á meðal.
Hanna Birna þessi vill nú æst friða húsin við Laugaveg 4 og 6. Hún greiddi hins vegar atkvæði gegn friðun húsanna á fundi borgarstjórnar þann 4. september sl. Þá er líka gaman að rifja upp 12 daga gamlan pistil Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur þar sem hún segir m.a.:Â
Eru landsmenn allir tilbúnir til að láta ríkið greiða skaðabætur úr sjóði skattgreiðenda upp á hundruði milljóna fyrir Laugaveg 4-6? Hvað með restina af Laugavegi og deiliskipulagið í heild, erum við að sjá svona farsa endurtaka sig með þeim afleiðingum að verktakar og eigendur hlaupa beint í aðra kosti?Â
Ég hef þá tilfinningu að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu ekki sáttir við málefnasamning meirihlutans. Þeir eru sáttir við stólana sína en ekki mikið meir.