Gleðilegan feita fimmtudag

í dag er feiti fimmtudagurinn. Við íslendingar þurfum að taka upp þennan hátí­ðisdag og ættum við að fá Pólverja til að hjálpa okkur við að innleiða þann sið. Þar í­ landi er dagurinn einnig þekktur sem „donuts day” enda reynda landsmenn þá að torga eins mörgum kleinuhringjum og mögulegt er. Lí­klega hefur þessi siður orðið til vegna þess að fólk þurfti að klára feiti, egg og mjólkurafurðir áður en fastan gekk í­ garð. Þeir sem föstuðu áttu sí­ðan skilið að fá smá loka góðgæti í­ sí­ðustu viku fyrir föstu. ítalir halda hins vegar upp á „barbecue thursday“ sem mætti mí­n vegna taka upp í­ leiðinni. Fyrir þá sem vilja innleiða fleiri daga má benda á pönnukökudaginn sem þekkist í­ Bretlandi og ví­ðar. Hann köllum við Sprengidag. En þar sem ég er í­ mjög svo fjölþjóðlegu umhverfi núna held ég upp á alla þessa daga s.s. donuts day, fat thuesday, fetter dienstag, fastelavn, bolludag, sprengidag, öskudag o.s.frv.

Niðurstaðan af þessu er sem sagt sú að ef ykkur langar í­ kleinuhring eða annað sætabrauð í­ dag þá hafið þið afsökun. Og fyrst þið hafið afsökun þá ættuð þið að notfæra ykkur tækifærið.