Hin dýra hóteldvöl

Lí­fið hefur gert ákveðna daga merkingaþrungnari en aðra. Þann 11. febrúar 1993 fékk ég þær fréttir sem mótað hafa lí­f mitt hvað mest, sitjandi í­ fjósinu á Bjargi. Þegar ég hugsa til baka geri ég mér samt ekki almennilega grein fyrir því­ hvort fréttirnar sjálfar voru það versta eða hvort það var umfjöllunin í­ kjölfarið í­ samfélaginu og blöðunum. Það er hálf ótrúlegt til þess að hugsa að sí­ðan eru liðin 15 ár. En við ráðum ví­st engu um dvalartí­ma okkar hér á Hótel jörð enda er tilvera okkar undarlegt ferðalag þar sem dauðinn krefst alls sem lí­fið lánaði í­ lí­ku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.