Gengið

Gengi dönsku krónunnar gagnvart þeirri í­slensku hefur nú náð nýjum hæðum. í dag er gengið á þeirri dönsku 13,346 og hefur aldrei verið hærra. Fyrra „metið“ er sí­ðan 28. nóvember 2001 þegar hún var á 13,094. Skiljanlega er ég ekki hoppandi kátur með þessa þróun. Svo dæmi sé tekið af húsaleigunni minni þá gerði ég ráð fyrir að borga 35.307 kr. á mánuði miðað við umsóknina frá 1. október í­ fyrra. Gengið gerir það að verkum að ég er að borga 40.035 kr. í­ dag. Þar sem ég verð hér í­ fimm mánuði þarf ég að borga 200.175 kr. miðað við gengið í­ dag í­ stað 176.535 kr. ef ég miða við gengið 1. október. Mismunurinn er 23.640 kr. sem ég hefði gjarnan viljað nýta í­ eitthvað annað.

One reply on “Gengið”

  1. Já, ég þjáist með þér 🙁 Námslánin mí­n fyrir haustönnina eru t.d. virði um 24 þús. danskra króna núna, m.v. 27 þúsunda dkk virði þegar þau voru reiknuð út. Tómt svindl.

Comments are closed.