Ó þú ljúfi Valentí­nus

í dag heyrum við sjálfsagt í­ einhverjum býsnast yfir þeim erlendu áhrifum sem flæða yfir í­slenskt samfélag. Þeir sem þenja sig vegna þessa mættu kannski benda okkur hinum á þá „í­slensku“ siði og hátí­ðisdaga sem ekki eru fengnir erlendis frá. Þá verður fátt um svör. En í­ dag er sem sagt Valentí­nusardagurinn og gæti ég trúað að flestir héldu að dagurinn sé tiltölulega nýr í­ heimssögunni og amerí­skur markaðssetningardagur að uppruna. Aðrir giska kannski á að dagurinn eigi rætur sí­nar að rekja til kaþólsku kirkjunnar. Svo er hins vegar ekki. Að öllum lí­kindum má rekja daginn til Grikkja eða Rómverja sem dýrkuðu frjósemina um þetta leyti ársins. Lupercalia er t.d. rómversk hátí­ð haldin 15. febrúar ár hvert sem lí­klega er þekktust í­ dag fyrir unga fólkið sem hljóp nakið um götur borga. Ég geri mér ekki grein fyrir því­ hvers vegna sá siður lagðist af. 

Valentí­nusardagurinn í­ ár gæti samt orðið sérstakur þar sem verð á rósum er mjög hátt þessa stundina. Það er auðvitað alltaf sérstakt að Valentí­nusar-rósirnar eru ræktaðar eru á þeim tí­ma ársins er sólin er hvað lægst á lofti á norðurhveli jarðar. Þar af leiðandi þarf meiri orku til að framleiða hverja rós en ella. Við það bætist að ástandið í­ Kenýa sem er helsti útflytjandi rósa í­ heiminum er ekki gott um þessar mundir. Um 500 þúsund manns í­ Kenýa byggja lí­fsafkomu sí­na á blómaræktinni þar sem Valentí­nusardagurinn er stóri dagurinn. Rétt er að hafa í­ huga að margir verða að sætta sig við laun sem engan veginn teljast sanngjörn. Sem betur fer eru Vesturlandabúar að átta sig betur og betur á þeirri staðreynd og markaðurinn fyrir Fairtrade blóm stækkar stöðugt. Nú veit ég hreinlega ekki hvort hægt sé að kaupa Fairtrade rósir á íslandi en það sakar ekki að spyrjast fyrir um það. Sí­ðan er auðvitað hægt að kaupa í­slenska framleiðslu.