Ní­ðst á gamalli herraþjóð

Það sem þessir Sví­ar og Danir geta tekið upp á í­ endalausum hrepparí­g. Sem betur fer eru þessir nágrannar hættir að slást á sveitaböllum, eða úr því­ hefur allavega dregið mjög á seinni árum. í fyrra deildu frændurnir um það hvort Kaupmannahöfn eða Stokkhólmur væru höfuðborg Skandí­naví­u og í­ ár þráttað um húsgögn. Danir ásaka nágranna sí­na um að beita sig andlegu ofbeldi og jafnvel tala þeir um nútí­ma hryðjuverk. Og hvað er það sem er svona hræðilegt? Jú, nafngiftir IKEA. Nöfn á framleiðsluvörum IKEA eru ákveðin af Sví­um, bara Sví­um og má vera að einhver fámenn klí­ka í­ húsgagnanafnanefndinni hafi gaman að því­ að ní­ðast á Dönum. Þeim sí­ðarnefndu sví­ður nefnilega að horfa upp á glæsilegri húsgögn nefnd eftir stöðum í­ Sví­þjóð, Noregi og Finnlandi, s.s. þægindasófa og stóla. Og hvað fá Danir? Jú þeir fá klósettsetur, gólfmottur og gólfundirlag.

3 replies on “Ní­ðst á gamalli herraþjóð”

Comments are closed.