350 ára afmæli

Ég gleymdi alveg að minnast á það hér í­ gær að þá voru 350 ár liðin sí­ðan Danir töpuðu orrustunni um Skán, Halland og Blekinge. Friðrik III og Karl X Gustav undirrituðu í­ kjölfarið Hróarskeldufriðarsamkomulagið sem leitt hefur til þess að friður hefur rí­kt milli Dana og Sví­a sí­ðan þá, svona að mestu allavega. Fyrir okkur íslendinga kann þetta friðarsamkomulag að hafa haft meiri áhrif en menn halda.

Sú stutta saga sem ég segi hér hefst fyrir 350 árum, sama ár og strí­ðinu lauk. Ungum í­slenskum stúdent, Jóni Rúgman var vikið úr Hólaskóla um þetta leyti. Hann hélt til náms í­ Kaupmannahöfn með dönsku skipi en varð fyrir því­ óláni að skipinu var rænt af Sví­um. Hann kemur að landi í­ Gautaborg og komast Sví­ar að því­ að hann hefur handrit í­ fórum sí­num. Það voru því­ verðmæti í­ stráksa enda ekki á hvers manns færi að lesa handrit. Ekki var verra að eitt af þeim handritunum sem Jón var að lesa var Gautreks saga, saga fornra konunga Sví­a.

Jón kemur sem sagt að landi í­ Gautaborg en fer fljótlega til Uppsala þar sem hann vann að þýðingu á handritum yfir á sænsku. Hann ferðast m.a. til íslands til þess að verða sér úti um fleiri handrit. írið 1664 kemur Gautreks saga út í­ Sví­þjóð á sænsku og er það fyrsta útgáfan á í­slenskri bók erlendis. Á þessum tí­ma rí­kti friður á milli Sví­a og Dana eins og áður sagði en rí­kin kepptust við að sýna mátt sinn á annan hátt, m.a. í­ því­ hvort rí­kið ætti sér glæstari sögu.

íslensk handrit voru því­ ekki eingöngu vinsæl meðal Sví­a heldur söfnuðu Danir þeim einnig, enda tilheyrði ísland dönsku krúnunni. í í­slensku handritunum leyndust upplýsingar um forna konunga Norðurlandanna sem skiljanlega voru gí­furleg verðmæti. Voru það fornaldarsögurnar sem voru í­ mestum metum enda litið á þær sem sannsöguleg verk. íhuginn á íslendingasögunum var ekki svo mikill, en óhætt er að segja að hann hafi kviknað seinna og er áhugi fræðimanna og almennings hvað mestur á því­ sviði í­ dag.