Grænt og vænt

Ég hef aldrei verið mikið fyrir grænmeti, eiginlega haft óbeit á því­ frekar en hitt. Hingað til hefur mér þó fundist það í­ lagi sem meðlæti en alls ekki eitt og sér sem aðalréttur. Um helgina fluttist grænmetisæta í­ húsið mitt og er áðurnefnt álit þess sem þetta skrifar á grænmeti nú allt annað en fyrir þremur dögum sí­ðan. Ég hef nefnilega komist að sannleikanum um grænmeti. Það er hægt að borða það eitt og sér sem aðalrétt. Fordómar mí­nir gagnvart grænmeti hurfu sí­ðan endanlega í­ kvöld þegar mér var boðið upp á grænmeti í­ kókoskarrýsósu. Maturinn undanfarna daga hér hefur verið svo góður að ég velti því­ meir að segja fyrir mér í­ tvær til þrjár sekúndur áðan hvort ég ætti að gerast grænmetisæta.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar

7 Comments

 1. Þetta ER hægt, ég hef reyndar aldrei haft neitt á móti grænmeti, en er búin að sannfærast um það í­ vetur að ég gæti alveg orðið grænmetisæta ef ég sæi einhverja ástæðu til þess (hugsanleg ástæða væri reyndar sparnaður, þar sem grænmeti hér er almennt mjög ódýrt). Og já, ég get gefið uppskriftir ef einhver er áhugasamur 🙂

 2. Ég legg til truflaðan uppskriftabanka þar sem ég er áhugamaður um uppskriftir, þ.m.t. að fá nýjar og deila þeim sem ég hef.
  Annars var rétturinn í­ gær mjög einfaldur. 1 dós kókosmjólk og sí­ðan karrý paste eftir smekk. Þetta soðið saman og grænmeti bætt út í­. í gær vorum við með ferskt spí­nat, papriku, sveppi og frosnar baunir (og þá meina ég ekki þessar niðursoðnu). Soðið í­ sósunni smá stund og borið fram með hrí­sgrjónum. Mjög gott.

 3. Grænt eða rautt paste? Mér finnst best að setja ananas, papriku og eggaldin út í­ það rauða, en aspas, bambus og succini út í­ það græna 🙂 Hef reyndar aldrei prófað að nota sveppi!

  En já – ég styð uppskriftabanka! Get áreiðanlega deilt einhverju sniðugu 😀

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *