í harðasta kjarnanum

Ég er orðinn háður dönskum handbolta og fór í­ gær á minn þriðja handboltaleik í­ dönsku deildinni. Að fylgjast með handbolta er góð og ódýr skemmtun fyrir námsmenn. Við erum að borga 50 danskar krónur fyrir miðann og höfum alltaf fengið mjög góð sæti. Höllin hér tekur hátt í­ 5000 áhorfendur, er nýleg og flott. í gær tók í…rhus GF á móti nágrönnum sí­num í­ Viborg HK. Var leikurinn allt í­ lagi en jafnaðist ekki á við sí­ðasta leik sem var á móti öðrum nágrönnum, Bjerringbro-Silkeborg. Þar var nánast fullt hús og frábær stemming. í…rhus GF er í­ öðru sæti deildarinnar og á í­ hörkubaráttu um sæti í­ úrslitakeppninni. Liðið hefur verið á góðu skriði undanfarið og t.d. sigrað alla leikina sem ég hef séð. Þeim gengur því­ aðeins betur en Aftureldingu þessa dagana. Okkur sem tilheyrum harðasta kjarna skiptinema stuðningsmanna liðsins er farið að hlakka til úrslitakeppninnar. Verst er bara að ég verð farinn heim áður en úrslitakeppninni lýkur og þarf þá að fylgjast með henni frá íslandi í­ gegn um vini mí­na hér.