Krónan liggur enn á slysstað

í meðan ég skrapp til Þýskalands í­ nokkra daga féll krónan og liggur hún nú á stórslösuð eftir fallið. Það versta er að hún liggur enn á slysstað þar sem enginn virðist vera tilbúinn til að koma henni til hjálpar. Fréttir af falli krónunnar hreyfðu ekki við ráðherrunum tólf sem sátu sem fastast í­ sí­num tólf mjúku leðurstólum í­ Reykjaví­k. Þeirra veröld er kontorinn og löskuð króna er ekki stórmál. Á meðan þeir sitja sem fastast brenna nýgerðir kjarasamningar upp í­ verðbólgu. Ég sem í­slenskur námsmaður á erlendri grund hef af því­ miklar áhyggjur ætli enginn að hjálpa krónunni. Ekki nóg með það að allt hér sé mikið dýrara fyrir mig heldur hef ég áhyggjur af löndum mí­num á íslandi þar sem vöruverð hækkar og hækkar á meðan vextir lækka ekki í­ bráð. Það er skollinn á vetur í­ efnahagslí­finu.

Það þarf ábyrga í­slenska stjórnmálamenn sem gera sér grein fyrir því­ að orð þeirra og gjörðir hafa afleiðingar til þess að leysa þann vanda sem nú er uppi. Sömuleiðis þurfa þeir að gera sér grein fyrir því­ að nauðsynlegt er að grí­pa til aðgerða þegar sverfur að. Því­ miður virðast þessi persónueinkenni ekki finnast innan þingflokka rí­kisstjórnarflokkanna. Nú eru í­slendingar m.a. að fá í­ hausinn afleiðingar niðurskurðar fiskveiðikvótans sí­ðast liðið haust, þenslufjárlög með 20% útgjaldaaukningu milli ára og yfirlýsingar ráðherra um ótí­masettar aðgerðir í­ efnahagsmálum, t.d. afnám stimpilgjalda sem kom á frostavetri á fasteignamarkaði. 

Það virðist vera í­ tí­sku að benda á evruna og segja að þar megi finna lausn. Svo er ekki. Til þess að ísland geti gengið í­ Evrópusambandið og tekið upp evru þarf að finna lausn á núverandi vanda. Þá veikir það mjög samningsstöðu okkar að koma skrí­ðandi og betla aðild vegna vandræða sem við náum ekki að leysa vandræði í­ efnahagslí­finu sjálf. Ég er engu að sí­ður sammála ályktun stjórnar SUF um að rétt sé að kjósa um það í­ sumar hvort hefja eigi viðræður um aðild að Evrópusambandinu. íslendingar eiga sí­ðan að sækja um aðild á eigin forsendum en ekki vegna þess að neyðin rekur þjóðina til Brussel. Þegar niðurstöður viðræðna liggja fyrir er hægt að taka afstöðu til þess hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess. Fyrsta verk er þó að gera eitthvað í­ efnahagsmálunum.