Lög um helgidagafrið

Ég hef áður tjáð mig á þessum vettvangi um lög um helgidagafrið og er enn sömu skoðunar. Lög þar sem kveðið er á um að bannað sé að trufla helgihald eiga rétt á sér, en öllu furðulegri eru lög þar sem kveðið er á um hvað má gera og hvað ekki á helgidögum. Ég spilaði reyndar ekki ólöglegt bingó í­ dag heldur sat við skriftir. Ég efast um að það sé ólöglegt annarsstaðar en á íslandi að spila bingó í­ dag. Danir loka þó verslunum í­ dag og fylgja þannig sama sið og við íslendingar. Þegar ég fór í­ búðina rétt fyrir lokun á miðvikudag kepptust Danirnir við að byrgja sig upp af bjór til þess að þrauka þessa tvo frí­daga. Annars furða sig margir skiptinemar hér á þessum helgidagafrí­um Dana þar sem þeir eru alls ekki sérstaklega trúaðir. Meira að segja ítalarnir og Pólverjarnir segja mér að hjá þeim séu verslanir opnar í­ dag og í­ gær. Merkilegt ef satt er.

7 replies on “Lög um helgidagafrið”

  1. Það var alveg ótrúlega mikið opið í­ dag.. 10-11 með opið allan sólarhringinn um páskana.. bí­óin.. hyrnan, Shell og Olí­s öll með opið í­ Borgó.. allir hættir að pæla í­ þessum frí­dögum held ég..

  2. Nú jæja, viðhorfið í­ samfélaginu er þá að breytast og kröfurnar um lengri opnunartí­ma eru að aukast. Þessi helgi fer að verða eins og verslunarmannahelgin þar sem allir fá frí­ nema starfsfólk verslana.

  3. Það er samt alls ekki allt lokað hér, hvorki í­ gær né á páskadag, allavega auglýsti dí¸gnnetto venjulegan opnunartí­ma um páskana, 7-11 er opið allan sólarhringinn eins og alltaf, og svo höfum við hér í­ ní¸rrebro „múslimskar“ búðir á hverju götuhorni sem aldrei loka 😉

  4. Ekki bý ég svo vel að hafa þessar verslanir í­ nágrenni við mig. Ég komst reyndar að því­ í­ gær að í­ mesta innflytjendahverfinu hér eru einhverjar verslanir opnar um páskana. Jú og 7-11 er opið niður í­ miðbæ.

Comments are closed.