Einkaþotan = ársútblástur 10 fólksbí­la

Mikið óskaplega þykir mér það leiðinlegt að komast ekki á þennan skóla í­ Reykjaví­k núna á laugardaginn. Ég hefði lí­ka alveg verið til í­ að skreppa norður á Akureyri sama dag og sitja þennan skóla. En þar sem ég er ekki ráðherra á úber súber mengandi einkaþotu verð ég ví­st á láta mér það nægja að dúsa í­ Danmörku á meðan þessir stórskemmtilegu skólar eru í­ gangi. Lesendur mí­nir geta þó skroppið og menntað sig séu þeir staddir á íslandi og ég mæli að sjálfsögðu með því­. Enn leiðinlegra samt að hugsa til þess að þetta er annar svona skólinn sem ég kem að skipulagningu á og af báðum hef ég misst vegna dvalar erlendis.

Annars var ég að reikna smá í­ morgun og ætla að deila með ykkur niðurstöðunum. 1 klukkustund einkaþotu á flugi jafnast á við ársútblástur venjulegs fólksbí­ls (sjá hér). Flug forsætis- og utanrí­kisráðherra til Búkarest gæti hafa tekið um fimm klukkustundir samkvæmt Dohop. Fram og til baka mengar þotan því­ á við ársútblástur 10 fólksbí­la. í samanburði við almennt farþegaflug þá er útblástur á hvern farþega einkaþotu tí­faldur (sjá hér). Hvernig þetta fer heim og saman við fagra ísland Samfylkingarinnar, nú eða þá jafnaðarstefnuna á eftir að koma í­ ljós. En væri ég formaður í­ skógræktarfélagi myndi ég nota tækifærið og sækja um styrk til þessara ráðuneyta strax í­ dag.