Blómstrandi þekkingarsamfélag

Ég geri ráð fyrir því­ að það ágætis fólk sem les Mosfelling reglulega hafi nú þegar lesið greinina sem hér fer á eftir. Þetta blogg er því­ fyrir hina, þá lesendur mí­na sem lifa á útnárum heimsins þar sem Mosfellingur er ekki lesinn á hverjum degi.

– – –

Það hefur ávalt verið eitt af grundvallaratriðum í­ stefnu Framsóknarflokksins að tryggja jafnréttri allra til að afla sér menntunar. Þannig hefur verið litið á að hærra menntunarstig þjóðarinnar skili sér í­ auknum hagvexti auk þess sem það bætir samkeppnihæfni íslands á alþjóðavettvangi. Menntakerfið er einhver besti fjárfestingakostur hins opinbera og eru fáar fjárfestingar sem bera meiri arð. En fjárfesting í­ menntun er ekki nóg ein og sér. Stjórnvöld þurfa að skapa umhverfi hér á landi, efnahagslegt og félagslegt sem gerir það að verkum að menntað fólk kjósi að búa á íslandi að loknu námi. Vinnumarkaður þess er heimurinn allur og ekki sjálfgefið að ísland verði fyrir valinu.

Fyrr í­ vetur ræddi Hörður Arnarson, forstjóri Marels um stöðu í­slensku krónunnar í­ Kastljósi Rí­kissjónvarpsins. Sagði hann m.a. að ef fyrirtækið byggi við sömu aðstæður hér á landi og í­ Danmörku mæti ætla að það væri 30-50% stærra á íslandi, auk þess sem það hefði ekki það að markmiði að draga úr í­slenskri starfsemi sem hlutfalli af veltu þess. Fyrirtækið hefur eins og svo mörg útrásarfyrirtæki tekið þá ákvörðun að taka út vöxt sinn erlendis sem er miður. Marel og önnur hátæknifyrirtæki skapa hundruð nýrra starfa erlendis sem gætu orðið til hér.

í tí­ð sí­ðustu rí­kisstjórnar fjölgaði háskólanemum stórlega og að sama skapi var boðið upp á fjölbreyttara námsframboð hér á landi en lengi má gott bæta, t.d. með aukinni skilvirkni í­ skólakerfinu og minna brottfalli. Ein leið til þess er að breyta þriðjungi af upphæð námsláns í­ styrk ljúki námsmaður lokaprófum á tilskildum tí­ma lí­kt og þekkist á Norðurlöndunum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins hefur einmitt lagt fram frumvarp um slí­kt á Alþingi. Má ætla að hvatinn til menntunar aukist verði frumvarpið að lögum auk þess sem ungt fólk kemst fyrr út á vinnumarkaðinn en ella sem er kannski það mikilvægasta fyrir atvinnulí­fið.

Með auknum fjölda þeirra sem útskrifuðust úr háskólanámi efldist rannsóknarstarf á íslandi meira á undanförnum árum en á alþjóðaví­su. Á næstu árum þarf að stórauka fé sem hið opinbera leggur í­ rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun. Þá þarf að hvetja til rannsókna sem geta leitt til einkaleyfa og nýsköpunar í­ atvinnulí­finu. Mosfellsbær á að taka þátt í­ uppbyggingu rannsóknarstarfseminnar á íslandi og hefja markvissa vinnu við að koma á fót þekkingarkjarna. Það er óskandi í­ framhaldinu að blómstrandi þekkingarsamfélag í­ Mosfellsbæ verði orðið að veruleika innan nokkurra ára.

Eggert Sólberg Jónsson
Höfundur er fulltrúi Framsóknarflokksins í­ atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar

Greinin birtist í­ Mosfelling 4. aprí­l 2008