Mér finnst orð forsætisráðherrans okkar í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í gær þar sem hann bað ungt fólk að fara varlega í lántökur lýsa því best að hann áttar sig ekki á því hversu slæmt efnahagsástandið er. Ég hélt að Geir vissi það manna best að þó ungt fólk vildi fá lánað frá lánastofnunum þá eru bara engir peningar á lausu til þess að lána. Eins bað hann ungt fólk sem nú þegar hefur flest nóg með að borga af nauðsynjum að fara ekki á neyslufyllerí. Geir hefði kannski átt að vera meira heimavið á síðustu vikum. Þá væri hann með þessa hluti á hreinu.
Þá var nokkuð kómískt í gær að sjá flughrædda manninn berja sér á brjóst fyrir að fara ekki mikið erlendis á vegum vinnunnar. Ég veit ekki hvað er til í því hjá honum að hann hafi ekki ferðast neitt á vegum borgarinnar sem hann stýrir en honum hefur langað. Til dæmis sagði hann í viðtali við DV þegar hann tók við:
„Ég hef mikla unun af því að ferðast og hefði helst viljað fara í þessa ferð en því miður hef ég öðrum skyldum að gegna hérna heimavið“
Annars virðist borgarstjórinn vera búinn að koma sér vel fyrir í ráðhúsinu þar sem hann heldur að með stuðningi Sjálfstæðisflokksins geti hann gert allt það sem honum lystir. í†tli það verði skipt um miðborgarstjóra þegar Villi tekur við borginni? Auðvitað styður Sjálfstæðisflokkurinn það að Ólafur fái að ráða flokksgæðing í jobbið. Þeir geta þá gert það sama eftir ár.