Geir og Ingibjörg árið 1992

Sunnudaginn 3. maí­ 1992 birtist meðfylgjandi auglýsing í­ Morgunblaðinu. Þá ræddu Geir og Ingibjörg kosti og galla aðildar að Evrópubandalaginu (nú Evrópusambandinu) fyrir opnum tjöldum. Nú finnst mér sá fyrrnefndi helst vilja sussa á umræðuna um kostina og Ingibjörg sussa á umræðuna um gallana.

geirogingibjorg.jpg

Félag sjálfstæðismanna í­ Langholts- og Lauganeshverfi

ísland í­ Evrópubandalagið???

Félög sjálfstæðismanna í­ Langholts- og Laugarneshverfi boðar til almenns fundar að Holiday Inn miðvikudaginn 6. maí­ kl. 20.30. Fundarefni: ísland og Evrópubandalagið.

Ólafur Daví­ðsson ráðuneytisstjóri gerir grein fyrir áhrifum EB aðildar á í­slensk efnahagsmál og stjórnkerfi. Alþingismennirnir Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir fjalla um kosti og galla EB aðildar. Fyrirspurnir og umræður. Allt sjálfstæðisfólk velkomið, takið með ykkur gesti.

Stjórnirnar