Wayne Shorter afþakkaði boð Miles Davis um að ganga í bandið hans á sínum tíma. Hann hafði sótt um að gerast þar saxófónleikari en fékk heldur óblíðar móttökur. Shorter sýndi á öðrum vettvangi að hann átti fullt erindi í bandið. Þegar Davis hafði heyrt hvað bjó í drengnum og boðið honum að ganga til liðs við sig sagði Shorter nei, hann væri bundinn öðrum. írið 1964 sameinuðust þeir reyndar og upphófst fyrir alvöru ferill Shortners sem einhvers besta djasstónlistarmanns sögunnar. Ég sá ekki Eurovision í gær og því ekki viðræðuhæfur um mál málanna í dag fyrr en ég sá brot úr keppninni endursýnt á RÚV. Þess í stað fór ég á magnaða tónleika Wayne Shorter kvartettsins í Háskólabíó.
í tónleikaskránni skrifar Pétur Grétarsson skemmtilegan pistil um Shorter og kemur m.a. inn á rök sem notuð hafa verið í umræðunni um verndun og menningararf:
Það samfélag listamanna sem býður upp á óvissuferðina um tónlist Waynes Shorters hefur þróað sinn frásagnarstíl í sex ár. Hér fela menn sig ekki á bak við hlutverk eða hljóðfæri. Milliliðunum hefur verið útrýmt. Jazzinn er ekki safngripur. Framtíð hans felst í einhverju allt öðru en að standa um hann vörð. Hvert ætli verði farið með okkur?
Ég bíð nú spenntur eftir að sjá næsta eldri borgara á sviði því tónlistarmaðurinn sem ég sé á morgun varð 67 ára í gær. Verði tónleikarnir jafn góðir og þeir sem ég sá í gær verð ég alsæll það sem eftir lifir vikunnar.