Nýr formaður, loftlestir og kynskiptingar

Sambandsþingið um helgina tókst með afburðum vel. Þannig var Bryndí­s Gunnlaugsdóttir úr Grindaví­k kjörin 28. formaður SUF og er hún virkilega vel að því­ komin. Hún er hún þriðja konan til þess að gegna embættinu í­ 70 ára sögu sambandsins. Sú fyrsta var Siv Friðleifsdóttir sem gengdi embættinu 1990-1992 en Dagný Jónsdóttir var sí­ðan formaður 2002-2003.

Við fórum ágætlega yfir árangur sí­ðustu 70 ára á Skeiðum. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður frá Brekku í­ Mjóafirði var heiðursgestur en hann var ritari á stofnþinginu á Laugarvatni og er eini núlifandi stofnfélaginn. Auk hans mættu auðvitað fjölmargir fyrrverandi þungavigtarmenn á þingið en Vilhjálmur átti sviðið. Hann er ótrúlega hress miðað við háan aldur.

Málefnastarfið var eftir sem áður mikilvægasti hluti þingsins enda vorum við ungt framsóknarfólk að móta stefnu okkar til næstu ára. Óhætt er að segja að langt sé sí­ðan jafn í­tarlegur málefnapakki var samþykktur á SUF þingi. Meðal þeirra mála sem við ályktuðum um voru réttindi kynskiptinga, loftlestir, bætt kjör umönnunarstétta, uppstokkun á styrkjakerfi í­ landbúnaði, aðildviðræður að Evrópusambandinu og jafnrétti til náms.

Sjálfur fékk ég kosningu í­ stjórn SUF. Þar sem ég veit að einn og einn Mýramaður eða Borgfirðingur á það til að ráfa hingað inn þá er upplagt að segja frá því­ að við erum tveir þaðan í­ nýrri stjórn þar sem Heiðar Lind náði einnig kjöri. Ég get ekki annað en verið ánægður með hvernig til tókst með myndun nýrrar stjórnar og varastjórnar þar sem kynjahlutföllin eru jöfn sem og skiptingin milli kjördæma.

Loks má geta þess að í­ sigurræðu sinni uppljóstraði Bryndí­s lí­klega einhverju verst geymda leyndarmáli innan Framsóknarflokksins sí­ðustu daga. Nefnilega að hún hyggðist gera það að tillögu sinni á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að sá sem þetta skrifar verði varaformaður hennar. Það eru því­ spennandi tí­mar framundan.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar
  4. Avatar
  5. Avatar

5 Comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *