Slæmur í­ tippinu

Spámannshæfileikar mí­nir virðast vera að einhverju leyti takmarkaðir. Þessu átti ég kannski að gera mér grein fyrir þegar ljóst var að Pólverjarnir sem ég spáði velgengni á Evrópumótinu komust ekki upp úr riðlinum sí­num. Strax eftir riðlakeppnina tók ég þátt í­ getraunaleik í­ vinnunni og spáði því­ að Portúgal, Króatí­a, Holland og ítalí­a myndu komast í­ undanúrslit. Raunin varð sú að þetta voru liðin sem töpuðu sí­num leikjum í­ átta liða úrslitum. Nú fæ ég að spá fyrir um hvort Þýskaland eða Tyrkland og Rússland eða Spánn komist í­ úrslit. Ég spái Þjóðverjum og Rússum í­ úrslit. Það verða því­ lí­klega Tyrkir og Spánverjar sem leika til úrslita á endanum.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar

2 Comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *