Siðleysið suður með sjó

Svo virðist vera sem jörðin gangi áfram á sporbaug um sólu og snúist um möndul sinn þó ég bloggi ekki í­ rúma viku. Ein aukaverkun þess að jörðin snúist um sólina eru meirihlutaskipti í­ sveitastjórnum á íslandi. í minni sveitarfélögum virðist það vera algengara en í­ þeim stóru hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir atburðir sem áttu sér stað í­ Reykjaví­k sí­ðasta vetur eru undantekning. Nú eru það Grindví­kingar sem skipta um meirihluta og í­ leiðinni bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn þar í­ bæ eru að sjálfsögðu ekki sáttir við að vera settir út í­ kuldann eftir að hafa komið sér þægilega fyrir.

Eitthvað allra furðulegasta uppátæki Sjallanna er að gagnrýna nýjan meirihluta fyrir að skipta út bæjarstjóra sem handvalinn var af þeim og greiða út 45 milljón króna starfsloka samning. Af einstakri góðvild minni vil ég benda þeim sem gagnrýna vilja nýja meirihlutann á þessum forsendum að starfslokasamningurinn ber fyrst og fremst vott um siðleysi þeirra Sjálfstæðismanna sem samþykktu samninginn á sí­num tí­ma og greiddu bæjarstjóranum ofurlaun þann tí­ma sem hann var í­ embætti. Grindví­kingum óska ég hins vegar til hamingju með nýja forystu. Hallgrí­mur og Petrí­na eiga eftir að standa sig vel.

Mánudagspistil vikunnar er að finna hér. í kjölfarið mæli ég svo með þessu.