19. aldar vinnubrögð

Það getur varla verið að Ólafur F. sé að gera annað sem borgarstjóri en að hefna sí­n á Sjálfstæðisflokknum vegna sambandsslitanna á sí­num tí­ma. Hefndin er svo sannarlega sæt og ég geri ráð fyrir því­ að hann njóti þess að sjá samstarfsflokkinn emja og æpa á pí­ningarbekknum (veit ekki hvort hann geri sér grein fyrir að borgarbúar finna lí­ka til vegna stjórnleysis meirihlutans en látum það liggja á milli hluta). Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að láta allt yfir sig ganga, bara til þess að halda meirihlutanum lifandi út kjörtí­mabilið.

Færi borgarstjóri fram á að borgarstarfsmenn mættu til vinnu í­ einkennisfatnaði í­ 19. aldar stí­l fengi hann það lí­klega samþykkt. Væri það samt ekki bara nokkuð flott? Þessi mynd gæti þá allt eins verið tekin í­ mötuneyti menntasviðs borgarinnar á venjulegum þriðjudegi. Ég sæi sí­ðan Jakob Frí­mann og ljósmyndara borgarstjóra taka tal saman í­ þessum skrúða um deilur Herr Ólafs og lafði Ólafar. Ólafur sjálfur myndi sí­ðan mæta til vinnu svona klæddur. í†ji, veit ekki. Kannski er bara best að halda sig við 21. öldina.