Aston Villa á leið til íslands?

Verði dráttur morgundagsins fullkominn spilar Aston Villa á íslandi í­ ágúst. Bæði Villa og FH verða í­ pottinum þegar dregið verður í­ seinni umferð undankeppni UEFA bikarsins. Enska liðið verður í­ efri styrkleikaflokki og Hafnfirðingarnir í­ þeim neðri. Lí­kurnar á að liðin dragist saman eru 1/10 sem eru bara ágætis lí­kur. í hugum stuðningsmanna Villa er þó stóra spurningin ekki sú hvar liðið þarf að leika sinn næsta evrópuleik heldur hvort Gareth Barry verði enn í­ liðinu sem spilar leikinn. Það væri mikill missir fyrir klúbbinn fari hann til Liverpool.