Smáþjóðarembingur og smygl Dorritar

Það veit ekki á gott þegar Norðmenn eru farnir að spá okkur ólympí­ugulli. írum saman hafa þeir spáð íslendingum sigri í­ Eurovison án þess að það hafi gengið eftir. Við skulum vona að þeir séu sannspárri í­ handboltanum en söngnum.

Flókið er að bera saman árangur þjóða á ólympí­uleikum með tilliti til fólksfjölda en í­slenski smáþjóðanördinn í­ mér fékk mig til að skoða þær upplýsingar aðeins betur. Ég renndi í­ flýti yfir verðlaunaþjóðir á ólympí­uleikunum frá 1904 með það að markmiði að kanna hver væri fámennasta þjóðin sem unnið hefði til verðlauna á sumarleikum til þessa í­ hópí­þrótt. Vandamálið er að ég hef ekki nákvæmar tölur um mannfjölda í­ rí­kjum verðlaunaþjóðanna árið sem leikarnir fóru fram þannig að ályktunarhæfni mí­n er í­ sumum tilfellum eini mælikvarðinn. Þegar ég hafði farið í­ gegn um alla verðlaunahafana rakst ég á þessa frétt frá frændum okkar í­ Færeyjum og staðfestir hún hluta þess sem ég hafði komist að.

Mér sýnist að til þessa sé Noregur fámennasta þjóðin sem sigrað hefur í­ hópí­þrótt á ólympí­uleikum að sumri til (og þá eru boðhlaup, kappróður og fleiri versjónir af einstaklingsí­þróttum ekki taldar með). Norska kvennalandsliðið í­ handbolta vann silfur á leikunum í­ Seoul 1988. Handbolti virðist vera ágæt í­þrótt fyrir smærri þjóðir til þess að vinna til verðlauna enda eiga Danir og Sví­ar einnig medalí­ur fyrir góðan árangur þar. Engu að sí­ður segir tölfræðin okkur að það afrek sem í­slenska handboltalandsliðið hefur þegar unnið á þessum leikum sé magnað. Aldrei hefur svo fámenn þjóð unnið til verðlauna í­ hópí­þrótt á ólympí­uleikum.

Annars hef ég fylgst með pistlum Dan Steinberg sem birst hafa á heimasí­ðu Washington Post á meðan leikarnir í­ Peking hafa staðið. Það eru ekki margir Bandarí­kjamenn fyrir utan hann sem skrifa um handboltann svo ég viti til. Pistillinn þar sem hann segir hann m.a. frá því­ hvernig forsetafrúin okkar smyglaði honum inn á handboltavöllinn með því­ að halda því­ fram að hann væri forseti íslands er góður.

She [Dorrit Moussaieff] told me she was friends with Katharine Graham. Then she tried to bring me onto the floor, where 14 large Icelandic men were glorying in the craziest athletic accomplishment in their country’s history.

„I don’t think I can go this way,“ I said.

„Yes you can; if you’re with me you can,“ she said, approaching the arena guard. „I’m the wife of the President; that’s the President,“ she said, nodding at me while dragging me past the guard.

And so I passed through the tunnel and onto the floor, nominally the president of Iceland, allowing for a pretty direct look at Nordic joy. A few minutes later, I asked the players to describe this happiness, this bliss that they had brought to their 300,000 fellow citizens, who have never tasted Olympic gold.