Auðvitað ræður Borgarnes. Nú eru Skallarnir komnir í úrslitakeppni 3. deildarinnar í fótbolta þar sem þeir keppa við Huginn frá Seyðisfirði. Þetta tókst þeim án þess að hafa í liðinu besta íslenska knattspyrnumann fyrr og síðar (sjá sp. 24). Borgnesingar eiga líka tré ársins sem hlýtur að teljast mikil viðurkenning. Ég geri allavega ráð fyrir að ferðamannastraumurinn í Borgarnes eigi eftir að margfaldast á næstu dögum.
Annars flutti Guðni ígústsson sína borgarnesræðu í gær og fórst það vel úr hendi. Einhverjir þurftu að standa þar sem setið var í hverju sæti í Félagsbæ og saknaði ég þó margra góðra framsóknarmanna sem hafa verið fastagestir á fundum í Borgarfirði og Mýrum á síðustu árum.
Hugtakið „borgarnesræða“ virðist vera helst tengt við núverandi formann Samfylkingarinnar. Mér þykir miður að svo sé. Á þriðja áratug 20. aldar fóru t.d. fram landsfrægir stjórnmálafundir í Borgarnesi þar sem menn á borð við Jónas frá Hriflu fluttu nokkurra klukkustunda langar ræður, borgarnesræður. Fundir þessir fóru fram í gamla sláturhúsinu og stóðu menn þá í salnum þar sem engin sæti voru í allt að sex klukkustundir á meðan stjórnmálamennirnir tókust á í púltinu. í Borgarnesi voru því fluttar borgarnesræður löngu áður en Ingibjörg Sólrún fæddist.Â