Hafliði

Ég á það til að fara á hlaupabrettið í­ ræktinni upp úr hádegi á sunnudögum þegar Silfur Egils er í­ Sjónvarpinu. í dag vildi svo til að ég var næstum því­ búinn að slökkva á Agli þegar ég sá þrjá framsóknarmenn í­ sama settinu. Ég var sérstaklega ánægður með að sjá Hafliða Jósteinssson skamma rí­kisstjórnarflokkanna sem virðast ekki vita í­ hvorn fótinn þeir eiga að stí­ga í­ dag frekar en fyrri daginn. Góður framsóknarmaður hafði það eitt sinn á orði um Hafliða að frambjóðendur flokksins ættu að hafa hann á speed dial í­ kosningabaráttu og helst hringja í­ hann á hverjum morgni til þess að fá stutta peppræðu. Hann var frábær í­ dag rétt eins og sí­ðasta vor þegar hann kom fram í­ sama þætti. Ég trú ekki örðu en að hann eigi eftir að birtast oftar á skjánum í­ vetur.

One reply on “Hafliði”

  1. Já, það var ansi hressandi að sjá þennan Hafliða á skjánum. Hinir eru allir svo að passa sig hvað þeir segja „stöðu sinnar vegna“ en hann gat talað hreint út.

Comments are closed.