Orð dagsins er stöðugleiki

„Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í­ fjármálakerfinu“ segir í­ tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu og viðskiptaráðherra segir að verið sé að „verja fjármálalegan stöðugleika“ með aðgerðum morgunsins. Nú spyr ég eins og fáví­s maður hvort ekki þurfi að ná stöðugleika fyrst áður en hægt verði að tryggja hann eða verja?

Verðbólgan nálgast nú 15%, stýrivextir seðlabankans eru þeir hæstu á Vesturlöndum, fjárlögin gerðu ráð fyrir 20% útgjaldaaukningu árið 2008 frá fyrra ári, gengisví­sitalan hefur hækkað um tugi prósenta á stuttum tí­ma, verðtryggð lán almennings rjúka upp, fasteignir falla í­ verði, fréttir berast af fjöldauppsögnum fyrirtækja og bankar hafa verið að taka yfir aðra bankastofnanir vegna fjármagnsskorts svo eitthvað sé nefnt. Ef þetta er stöðugleikinn sem ráðherrar rí­kisstjórnarinnar sækjast eftir þá ættu þeir að fletta hugtakinu upp í­ orðabók.

2 replies on “Orð dagsins er stöðugleiki”

  1. Þetta sló mig svolí­tið lí­ka þegar ég las þetta. Segir kannski mest um það hvað allt sem kemur frá rí­kisstjórninni þessa dagana er mikið froðusnakk.

Comments are closed.