Bölspár og seðlagengi

Fyrir um hálfum mánuði sí­ðan birti Viðskiptablaðið frétt þar sem því­ var spá að gengi evrunnar færi í­ 140 krónur fyrir árslok. Sérfræðingurinn sem rætt var við nefndi m.a. gjalddaga krónubréfa sem að falla í­ október. Nú, hálfum mánuði seinna virðist stefna í­ að evran fari í­ 150 krónur áður en vikan er öll. Það versta við þetta er að Seðlabankinn og rí­kisstjórnin höfðu heimild til þess að taka erlent lán sem jafnvel hefði mildað fall krónunnar og styrkt trúna á fjármálakerfið en seinagangurinn og aðgerðaleysið í­ sumar er nú að koma landsmönnum í­ koll.

Annað sem ég hef tekið eftir að fólk er að velta fyrir sér er munur á gengisskráningu í­ fjölmiðlum og bönkunum. Þegar rætt er um gengi krónunnar er vert að hafa í­ huga að í­ fjölmiðlum er ávalt miðað við almennt gengi nema annað sé tekið fram. Þegar einstaklingurinn fer út í­ banka og kaupir sér evru kaupir hann hana á seðlagengi hvers banka sem er mun hærra. Þannig er almenna gengið á evrunni í­ sölu 146,69 krónur þegar þetta er skrifað en seðlagengið í­ Landsbankanum t.d. 149,91 krónur.