Yngsti þingflokkurinn

Við framsóknarmenn höfum svona smá montað okkur af því­ að eiga yngsta þingflokkinn á Alþingi íslendinga.  Eftir þær pólití­sku hamfarir sem gengið hafa yfir sí­ðustu daga er meðalaldur þingmanna Framsóknar yngri en hann var áður eða tæp 42 ár. Næstur í­ röðinni kemur þingflokkur Samfylkingarinnar sem er hefur 50 ára meðalaldur. Hjá Sjálfstæðismönnum er meðalaldurinn rúmlega 50 ár og hjá Vinstri grænum er hann rúmlega 54 ár. Lestina reka sí­ðan Frjálslyndir þar sem meðalaldurinn er tæp 59 ár.

í–nnur skemmtileg tölfræðipæling eru kynjahlutföllin hjá Framsókn í­ dag. Konur eru 57% þingmanna (fjórar af  sjö) og er það hæsta hlutfall kvenna í­ blönduðum þingflokki svo ég muni eftir. Samfylkingin var með 53% hlutfall kvenna í­ sí­num þingflokki 1999 (ní­u af sautján). Þá fylla konur nú framkvæmdastjórn flokksins þar sem formaður, ritari, formaður þingflokks, formaður SUF og formaður LFK eru allt konur.