„Þið eruð ekki þjóðin“

Umræðan um Evrópusambandið tekur á sig ýmsar myndir. Einna furðulegustu hugmyndirnar sem ég hef heyrt í­ langan tí­ma hvað varðar mögulega inngöngu koma innan úr Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist vera sem einhver hópur þar á bæ haldi að ákvörðun um inngöngu íslands í­ ESB verði tekin á landsfundi flokksins. Það er auðvitað tóm della að halda slí­ku fram. í fyrsta lagi þá hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins ekki umboð til þess að taka ákvörðun um inngöngu íslendinga í­ alþjóðlegt rí­kjabandalag. í öðru lagi þá lýsir þessi hugsun ákveðnum hroka gagnvart því­ lýðræðislega stjórnkerfi sem við búum við í­ dag.

Fyrst varð ég var við þessa umræðu meðal Sjálfstæðismanna opinberlega þegar ég las þennan pistil á Deiglunni þar sem fram kemur ansi merkileg söguskoðun. Þar segir m.a.

Nær allar stórar ákvarðanir í­ sögu í­slensku þjóðarinnar hafa verið teknar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins… Ef í­slenska þjóðin gengur inn í­ Evrópusambandið verður sú ákvörðun einnig tekin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Næstur stí­gur fram á sjónarsviðið Styrmir Gunnarsson og segir á fundi hjá Heimsýn á fullveldisdaginn að þjóðin taki sjálf ákvörðun um inngöngu í­ Evrópusambandið en bætir við:

 …lykilorusta í­ þeirri baráttu verður háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í­ lok janúar.

í morgun var það sí­ðan þetta blogg sem gaf mér tilefni til að hlægja. Það er ekki vanvirðing við þjóðina eða Alþingi að forsætisráðherra Finnlands hafi lagt fram beiðni í­ framkvæmdastjórn ESB um að útbúin yrði aðildarumsókn fyrir íslendinga. Nei, auðvitað er það vanvirðing við landsfund Sjálfstæðisflokksins!

Framganga Vanhanen felur ekki aðeins í­ sér gróf afskipti af innanrí­kismálum íslendinga heldur er um að ræða hreina lí­tilsvirðingu við landsfund Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að fjalla um Evrópumálin…

Eftir þennan lestur koma upp í­ hugann ummæli Ingibjargar Sólrúnar frá því­ á borgarafundinum í­ Háskólabí­ó um daginn: „Þið eruð ekki þjóðin!“