FM Óðal

FM Óðal sem er nú í­ loftinu er jafn mikilvægur hluti jólaundirbúningsins í­ Borgarnesi og smákökubakstur (eða réttara sagt smákökuát í­ mí­nu tilfelli). Jólaútvarpið er frábært framtak sem skilar heilmiklu til samfélagsins en ekki sí­st til þeirra sem taka þátt í­ því­. Þó ég hafi nú ekki mikið tekið þátt í­ útvarpsþáttagerð á sí­ðustu árum fyrir utan tvo þætti sem ég gerði með Tomma og Olgu á Rás 1 á fyrsta ári í­ þjóðfræðinni þá skilaði þátttakan í­ jólaútvarpinu mér mjög miklu. Ekki nóg með að maður lærði að tala í­ útvarp, semja handrit o.s.frv. þá lærði maður að elska að hata Jólahjól á þessum árum.

En ég er með smá glaðning handa þeim Borgnesingum sem lesa þetta. Ég er að taka til og fann geisladisk sem ég hef ekki hugmynd um af hverju er í­ mí­num höndum. Á honum eru auglýsingar sem lí­klega voru spilaðar voru á FM Óðal fyrir jólin 1999. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort einhver verði fúll þó svo ég birti þær hér en mér fannst mjög fyndið að hlusta á þetta aftur eftir 9 ár og fannst ekki rétt að ég sæti einn að þessu. Þeir sem áhuga hafa geta því­ nálgast auglýsingarnar hér: auglýsingapakki 1 og auglýsingapakki 2.