Flokksþingið

Ég hef sjaldan upplifað aðra eins stemmingu á fundi á vegum Framsóknarflokksins eins og á flokksþinginu um sí­ðustu helgi. Þingið var magnað í­ alla staði enda er fólkið í­ flokknum ofboðslega skemmtilegt og duglegt. Ég skrifaði annars um þingið hér og hef litlu við það að bæta. Maður getur verið ósáttur við einstaka atkvæðagreiðslur en það er ekkert stórmál þegar heildarútkoman er jafn góð og raun ber vitni.

Meðalaldur nýrrar forystu er 33 ár. Meðalaldurinn í­ framkvæmdastjórn SUF er ef ég hef reiknað rétt 29 ár. Það er ekki mikill munur þar á og efast ég um að nokkur í­slenskur stjórnmálaflokkur hafi getað státað sig af þessum meðalaldri í­ gegn um tí­ðina.

Það er tvennt sem ég vildi þó bæta við í­ umfjöllun minni um þingið. Ég vildi benda á þrjár ræður. Hér er ræða Guðmundar Steingrí­mssonar frá því­ á föstudeginum þar sem hann fjallar um ESB. Horfið á í­ Internet Explorer og stillið tí­mann á 138:50. Hér er hægt að nálgast framboðsræðu Sigmundar Daví­ðs. Það var magnað að sitja í­ salnum þegar hún var flutt og hún snerti streng í­ hjörtum margra. Lí­klega er þetta ræðan sem tryggði honum formannsstólinn. Horfið á í­ Internet Explorer og stillið tí­mann á 222:30. Hér er sí­ðan hægt að nálgast framboðsræðu Birkis Jóns. Horfið á í­ Internet Explorer og stillið tí­mann á  78:00. Þar kemur hann m.a. inn á það gróskumikla starf sem nú er í­ gangi meðal ungra framsóknarmanna.