Frjálslynd stærðfræði

Frjálslyndi flokkurinn hefur nú birt niðurstöður úr könnun sem þeir létu gera meðal félagsmanna varðandi hug þeirra til Evrópusambandsins. Það er lýðræðisleg aðferð og flott hjá flokknum að fara þá leið. Útkoman varð sú að ísland eigi ekki að leitast eftir aðild að sambandinu. Það er gott og blessað. Frjálslyndir mega taka þá afstöðu ef þeir vilja. Úrslitin sjálf vekja samt athygli mí­na. Þannig segja 34,8% já, 51,6% segja nei, 9,5 eru óákveðnir og einn seðill var ógildur eða 0,5%. Ef við segjum nú 34,8 plús 51,6 plús 9,5 plús 0,5 fáum við út 96,4. Úrtak er alltaf 100% og velti ég því­ fyrir mér hvað varð um þessi 3,6% sem ekki er getið? Við getum sí­ðan haldið áfram að reikna. Ef einn seðill er 0,5% þá eru þátttakendur í­ könnuninni um 200 manns.