Sjaldséðir hví­tir hrafnar

Þó liðið hafi ár og öld sí­ðan ég bloggaði sí­ðast þá er ég ekki hættur að setja færslur hér inn. Þróunin hefur hins vegar verið sú að vegna tí­maskorts hef ég látið mér nægja að setja inn örstutt skilaboð á Facebook. Tí­maskorturinn stafar af undirbúningi kosningabaráttunnar sem er að fara á fullt á næstu dögum. Segja má að undirbúningnum hafi lokið með vel heppnaðri frambjóðendaráðstefnu framsóknarmanna á Háskólatorgi í­ dag. Það er rosalega góður andi í­ framsóknarmönnum um allt land og mikill hugur í­ fólki.

Sigmundur Daví­ð heillar fólk upp úr skónum hvar sem hann kemur. Hann er að fara í­ fundaferð á mánudaginn og kemur til með að halda um 20 fundi um allt land fram að páskum. Þeir sem áhuga hafa á að hitta Sigmund ættu að fylgjast með á framsokn.is. SUF er auðvitað á fullu að skipuleggja atburði um allt land. Það eru því­ spennandi og þétt bókaðar vikur framundan hjá mér. Inn á milli gef ég mér sí­ðan tí­ma til að sinna MA ritgerðinni minni sem verður sagt frá við betra tækifæri.