Þó svo þessi síða mín hafi ekki verið mjög virk síðustu mánuði hef ég verið duglegur við að skrifa inn á aðrar síður t.d. þessa. Fyrir þá sem ekki nenna að elta mig í netheimum þá safna því sem ég skrifa annarsstaðar á greinasíðuna mína. Þegar ég fór í gegnum þetta allt saman í gær fannst mér ég hafa bara verið nokkuð duglegur við að koma mínum skoðunum á framfæri í vetur.
Ég komst annars að því í vikunni að fuglaskoðunarhúsið hér í Mosó sem ég skrifaði um í einni greininni var opnað og vígt í gær. Að sjálfsögðu var blásið til hátíðar mikillar þar sem mosfellskir fengu að láta ljós sitt skína. Um daginn vígðu stjórnmálamenn hér í Mosó líka göngubrú yfir Köldukvísl. Það er ótrúlegt hversu langt menn eiga það til að ganga til þess eins að fá fréttatilkynningu með mynd af sér senda til fjölmiðla. Ef stærri sveitarfélög blésu til slíkra samkomna þegar vígja þyrfti jafn smávægilega hluti kæmust sveitastjórnarfulltrúarnir líklega ekki í vinnuna þar sem þeir væru uppteknir alla daga við vígslur.