í næstu viku verða ritstjóraskipti á Fréttablaðinu. Karlmaður tekur við af karlmanni. Mér telst til að ritstjórar þriggja stóru blaðanna séu allir karlmenn sem og yfirmenn stóru sjónvarpsstöðvanna. íštvarpsstöðvarnar standa sig aðeins betur. Þetta er miður.
Auglýsendur líta oft til þess hversu stór hluti kvenna á aldrinum 20-45 ára fylgist með viðkomandi fjölmiðli áður en auglýsing er keypt. Þetta skýrist af því að kvenfólk stýrir neyslu heimilanna í meira mæli en karlmenn. Vegna þessa hlýtur maður að spyrja sig hvers vegna karlmönnum er einum treyst til þess að ritstýra fjölmiðlum sem reyna að höfða til kvenna í meira mæli en karla?
Og meira jafnréttisnöldur. Af 9 lögum sem keppa í úrslitum forkeppni Eurovision eru 7 sungin af karlmönnum.