Kannanir sýna að áhugi ungs fólks á stjórnmálaþátttöku fer dvínandi. Ungt fólk tekur þátt í stjórnmálum til þess að hafa áhrif umhverfi sitt, til þess að gera það samfélag sem við búum í enn betra. Það verður að fá tækifæri til að koma hugsjónum sínum á framfæri. Áþær raddir verða þeir sem eldri og reyndari að hlusta. Ég veit ekki til þess að á þetta skorti í mínum flokki en hef tekið eftir því að ungliðar fá ekki blíðar móttökur í ýmsum öðrum flokkum. Ég minni á að Framsókn á þrjá yngstu þingmenn þjóðarinnar.
Samkvæmt Gallup treysta aðeins 29% þjóðarinnar Alþingi. Ég þarf stundum að svara þeirri spurningu hvernig ég nenni að taka þátt í stjórnmálum. Eru stjórnmál ekki bara eilíft þras sem litlu skilar? Sem betur fer er upplifun mín af þeim ekki þannig en það kann að vera að þeir sem fylgjast með aðeins í gegn um fjölmiðla sjái fyrir sér þessa mynd.
Það er miður að almenningur í landinu beri könnun eftir könnun lítið traust til alþingis. Áþessar niðurstöður verða þingmenn (í öllum flokkum) að hlusta, þeir þurfa á trausti almennings að halda. Alþingi þarf á trausti að halda til þess að auðveldara verði að fá þangað til starfa ungt og drífandi fólk.