Að troða upp á Broadway

Ég átti mér svo sem ekki þann draum að troða upp á Broadway en gerði það engu að sí­ður í­ gær ásamt nokkrum SUFurum. Þeir gagnrýnendur sem ég kýs að hlusta á eru sammála um að atriðið hafi staðið fyrir sí­nu.

Flokksþingið tókst mjög vel og á forysta og skrifstofa flokksins þakkir skildar fyrir gott skipulag. Þar lauk flokkurinn málefnastarfi sí­nu sem hófst í­ haust. íštkoman er mjög flottur pakki mála sem unnið að á næstu árum. Ég held að SUF geti vel við unað, ungt fólk var áberandi á þinginu og við náðum í­ gegn mörgum mikilvægum málum sem varða ungt fólk sérstaklega í­ nær öllum málaflokkum.

Vegna þingsins missti ég af tveimur afmælum sem ég hefði viljað mæta í­, bæði hjá Sigrúnu og Eygló. Það er svona að geta ekki verið á tveimur stöðum í­ einu. Alveg furðulegt að Framsókn skipuleggi flokksþing þegar þær eiga afmæli. Jafnvel grófara en þegar Samfylkingin skipuleggur landsfund á sama tí­ma og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinn.