Skólinn byrjaður

Sautjánda skólaárið mitt og það þriðja við Hí byrjaði í­ dag. Sótti fyrsta tí­ma vetrarins í­ Heimsmynd íslendinga 1100-1400. Við fyrstu sýn virðist námsskeiðið vera mjög áhugavert. Veit ekki hvort það komi eitthvað niður á mér að ég hafi ekki sama bakgrunn og aðrir en það kemur bara í­ ljós. Það hlýtur að vera eitthvað sem ég tek með mér úr þjóðfræðinni sem sagnfræðinemar hafa ekki. Ég hafði gert ráð fyrir að fara í­ tvö próf í­ desember en þar sem hér á bara að skila inn tveimur ritgerðum á ég bara eitt próf eftir í­ vetur. Ekki slæmt það. Nú er bara að vona að ég verði heppinn með dagsetningu í­ desember. Hvenær verður það þannig að nemendur fái að vita prófdaginn við upphaf annar?