Kynjakvóti í­ Gettu betur?

Margrét Sverrisdóttir varpar fram þeirri hugmynd taka upp kynjakvóta í­ Gettu betur. Ingi Björn fjallar sí­ðan um hugmyndina hér. Ég hef verið svo heppinn að vinna að rannsóknarverkefni um Gettu betur sí­ðustu vikur. Þar kem ég m.a. inn á kynjahlutföllin sem alls ekki eru nógu góð. Til dæmis hefur engin stelpa sigrað í­ keppninni til þessa og ég held að það sé útséð með að það gerist í­ ár. Svona til að koma með annað sjónarhorn á málið þá held ég að aðeins eitt af sex skemmtiatriðum í­ ár hafi verið flutt af kvenmanni.

Hagsmunir Sjónvarpsins og skólanna fara ekki saman í­ þessum efnum. Ámeðan RíšV vill gera fjölskylduvænt prógram þar sem bæði kyn spila jafn stórt hlutverk hugsa skólarnir fyrst og fremst um senda sí­n bestu lið til keppni. Forsvarsmenn skólanna segja að stelpur gefi sí­ður kost á sér. í flestum skólum er valið í­ liðið með forprófum og stelpur taka sí­ður þátt í­ þeim. Flestir benda á að kvenkyns fyrirmyndir eru ekki til staðar. Það kunna að vera fleiri þættir sem spila inn í­. Kannski eru stelpur almennt samviskusamari við námið og gefa sér minni tí­ma fyrir undirbúning svona keppni enda tekur það mjög mikinn tí­ma. Sí­ðan getur það lí­ka verið að strákar séu frekar tilbúnir að viðurkenna nördaskap sinn en stelpur.

Þá er komið að þeirri spurningu hvort breyta eigi keppninni vegna jafnréttissjónamiða. Áað setja á kynjakvóta eða jafnvel setja einhverjar bremsur á undirbúning liðanna til þess að stelpur taki frekar þátt. Mér finnst hvorugur kosturinn góður. Ég er samt almennt tilbúinn að samþykkja kynjakvóta sem neyðarúrræði þegar búið er að reyna aðrar leiðir. Reyndar hafa verið reglur um kynjakvóta í­ Gettu betur en eftir þeim var ekki farið. Er þá ekki réttara að hvetja stelpur til að taka þátt í­ forprófum skólanna? Það mætti lí­ka hugsa sér að fyrirtæki sem er annt um jafnrétti innan framhaldsskólanna veittu þeim liðum styrki sem sendu stelpur til keppni.

Viðmælendur mí­nir í­ verkefninu voru fjórir, allir karlkyns en ég ætla mér ekki að gera þeim það að nafngreina þá hér. Hefði verkefnið verið stærra í­ sniðum hefði ég viljað ræða við keppendur af báðum kynjum, það bí­ður kannski betri tí­ma.