íštlönd fyrir útlendinga!

 

Félagsskapur “Frjálslynda flokksins” er ekki mjög spennandi. Með auglýsingu sinni í­ morgun (sem Helga Sigrún hrekur hér) er flokkurinn endanlega kominn í­ hóp með dönskum Þjóðarflokki Piu Kærsgaard og Framfaraflokki Carl I Hagen í­ Noregi sem Siv Jensen stýrir reyndar núna. Ví­ða annars staðar í­ Evrópu hafa þjóðernissinnaðir flokkar vaxið á sí­ðustu árum, t.d. Flæmska blokkin í­ Belgí­u, Sjálfstæðisflokkur Stóra Bretlands í­ Bretlandi, Þjóðframvarðarhreyfing Le Pen í­ Frakklandi og Frelsisflokkur Jörg Heider í­ Austurrí­ki. Ekki má gleyma flokki Pim Fortuyn sem myrtur var í­ Hollandi fyrir nokkrum árum í­ aðdraganda þingkosninga. Nýverið bætti Flokkur sannra Finna við sig tveimur mönnum á finnska þinginu og fékk alls fimm þingmenn.

Uppgangur þessara flokka hefur vakið athygli hjá flokki sem hefur gengið illa að finna fótfestu í­ lí­finu. “Frjálslyndir” stukku því­ á vagninn. íšr vagninum kasta þeir núna dreifimiðum þar sem því­ er haldið fram að íslendingar séu fullkomnari en aðrir í­búar heimsins, í­slensk menning standi framar annarri menningu og útlendingar séu hættulegir. Ef „Frjálslyndir“ ætla fara með slagorðið „ísland fyrir íslendinga“ í­ kosningabaráttu legg ég til að þeir noti lí­ka slagorðið „íštlönd fyrir útlendinga“. Þýðir það ekki að við verðum að kalla íslendinga erlendis heim?

Sem „næstum því­“ þjóðfræðingur vil ég nota tækifærið og minna á að enginn og þá meina ég enginn siður er sér í­slenskur. Allar siðvenjur okkar íslendinga eru komnar erlendis frá eða undir erlendum áhrifum. Allt tal um að í­slensk menning hverfi með auknum fjölda innflytjenda er út í­ hött. í dag er til dæmis stærstur hluti innflytjenda Pólverjar sem ekki hafa haft slæm áhrif á í­slenska tungu. Ég heyri mikilu frekar slettur úr ensku en pólsku í­ tungumálinu. Hvaða hættulegu áhrif hafa pólverjar á tungumálið? Það er kannski rétt að krefja „Frjálslynda“ um svör.

PS. Enn bólar ekkert á afsökunarbeiðni Samfylkingarinnar en flokkurinn er hins vegar farinn að sækja efni í­ sögu Framsóknarflokksins. Fyrir kosningarnar 1995 lofaði Framsókn tólf þúsund nýjum störfum sem reyndar urðu fjórtán þúsund á fjórum árum. Samfylkingin lofar nú tólf hundruð nýjum störfum á næstu fjórum árum. Um þetta er aðeins hægt að segja eitt: Varist ódýrar eftirlýkingar!