Mannamót helgarinnar

Kosningabarátta okkar Framsóknarmanna í­ Suðvesturkjördæmi hófst formlega í­ gær þegar kosningaskrifstofur voru opnaðar í­ Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Ég fórnaði mér fyrir flokkinn og smakkaði veisluföngin á öllum stöðum, annað væri ókurteisi. Kidda gerir lí­ka deginum mjög góð skil í­ myndum.

Um helgina héldu Sjálfstæðismenn ví­st mjög flottan landsfund. Þeir vilja samt áfram taka upp skólagjöld við opinbera háskóla. Þar er ég ósammála þeim. Samfylkingin stóð á sama tí­ma fyrir trjáræktarnámskeiði í­ Egilshöll þar sem kennt var hvernig rækta eigi peningatré. Því­ miður eru ekki ákjósanleg skilyrði til ræktunar þeirra hér á landi enda væri ég búinn að fá mér eitt slí­kt ef svo væri.