Það er takmarkað hversu vel maður nennir að fylgjast með fréttum í góða veðrinu. í síðustu viku hófst umræða um laun Davíðs Oddssonar. Paris Hilton bjargaði Davíð úr höndum kaffistofudómaranna. Síðan kom þessi frétt og bjargaði Paris í stuttan tíma.
Ég skil vel gremjuna út í Paris og Davíð. Þau eru selebb og fá sérmeðferð. Það er auðvitað ekki rétt að leyfa fólki að komast upp með svoleiðis. Það er heldur ekki rétt að auglýsa ekki störf seðlabankastjóra, hafa þá þrjá og þar á meðal þann hæst launaðasta á Norðurlöndunum. Það ósanngjarnasta við þetta er þó að fyrrverandi forsætisráðherra geti þegið 80% af launum forsætisráðherra í lífeyrisgreiðslur á meðan hann er enn í fullu starfi hjá ríkinu. Kannski ætti ég bara að vera ánægður með að Davíð sé tilbúinn til að starfa í seðlabankanum á meðan einkageirinn berst um starfsmenn bankans.
Það er samt fleira með ólíkindum á íslandi í dag. Nú hefur Alþingi ákveðið að fella niður skyldu til að auglýsa laus störf í stjórnarráðinu. í hinum karllæga heimi bitnar þetta líklega frekar á konum. Karlrembur mega senda blómakörfur og þakkarskeyti til Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hvað varð annars um jafnréttislög Magnúsar Stefánssonar sem Samfylkingin vildi samþykkja fyrir kosningar? Þegar flokkurinn er kominn í ríkisstjórn eru loforðin gleymd. Ég meina, frumvarpið er tilbúið og Ingibjörg Sólrún vildi koma því í gegn í arpíl. Gæti verið að stjórnarflokkarnir eigi eftir að koma sér saman um málið?