í gær fengu nýnemar í félagsvísindadeild Hí nasasjón af því sem þeir koma til með að fást við í vetur. Eins og undarin ár tóku Terry og Valdimar á móti þjóðfræðinemunum og útskýrðu fyrir þeim um hvað þjóðfræði væri. í raun mætti bjóða öllum íslendingum upp á smá kennslu í því við hvað þjóðfræðingar eru að fást því þjóðfræðinemar/þjóðfræðingar þurfa ósjaldan að svara þeirri spurningu. Terry sagði einnig frá því að þjóðfræðiskorin við Hí væri í dag líklega komin á meðal 10 bestu í heiminum. Þá gæti farið svo á næstu árum að setja þyrfti hámark á fjölda MA nema sem ekki hefur gerst áður. Þeir sem ekki tóku eftir frétt í Fréttablaðinu í vikunni um fjölgun þjóðfræðinema geta enn lesið hana hér.
Þegar Terry og Valdimar höfðu úttalað sig fóru ég, Sigrún ísleifs og Hjördís (nýji formaður Þjóðbrókar) með nýnemana í göngutúr um háskólasvæðið. Við enduðum í kjallaranum í Odda þar sem nýnemunum verður kennt í vetur. Það sýnir kannski ágætlega húsnæðisvanda skólans sem vonandi batnar eitthvað með nýju Háskólatorgi.