Afrakstur gærdagsins

Ég lauk mí­nu sí­ðasta embættisverki sem gjaldkeri Þjóðbrókar í­ gær þegar ég bakaði handa svöngum þjóðfræðinemum köku. Það er hefð í­ þjóðfræðinni að fráfarandi stjórn baki köku sem er í­ laginu eins og eitthvað þjóðfræðaefni. Að neðan er afraksturinn. Mér finnst að ég eigi að fá plús fyrir að reyna þó einhverjir hafi kallað hana „dauðakindarköku“ og aðrir sem sögðu sagt að hún lí­ktist einna helst sjálfdauðri kind upp á heiði. Sjálfum fannst mér kakan bragðast ágætlega þrátt fyrir útlitið.

sjalfdaud.jpg