í Haustblaði Vöku rakst ég á þessa klausu:
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnað snemma árs 1935 og hefur verið starfandi allar götur síðan þá. Frá upphafi hefur félagið haft þá hugsjón að leiðarljósi að Stúdentaráð einbeiti sér fyrst og fremst að málefnum stúdenta við skólann, fremur en pólitíksum deilumálum sem uppi eru í samfélaginu hverju sinni.
Sveinn Andri Sveinsson segir hins vegar á heimasíðu Vöku:
Þegar ég var að byrja [að starfa með Vöku] var Vaka að innleiða þær áherslur sem síðar áttu eftir að vera sjálfsögð gildi, en það var að breyta Stúdentaráði úr sandkassa þar sem vasaútgáfur af landsmálaöflunum tókust á í raunveruleg hagsmunasamtök sem tækju eins á öllum málum, sama hvaða flokkar væru við völd. Ásama tíma voru innleiddar faglegri baráttuaðferðir en áður.
En nú spyr ég eins og fávís maður. Fyrst hreyfingin er í dag algjörlega ópólitísk og á að hafa verið það annað hvort frá stofnun eða 1988 samkvæmt útgefnu efni hreyfingarinnar sjálfrar, af hverju þá að vera virkir þáttakendur í EDS (European Democrat Students) og NKSU (Nordic Conservative Student Union)?
Fyrst ég er byrjaður að tjá mig um hagsmunabaráttu stúdenta þá er rétt að leiðrétta það sem fram kemur í áðurnefndu Haustblaði að Háskólalistinn hafi verið stofnaður til höfuðs Vöku. Sú var alls ekki raunin. Háskólalistinn var framboð einstaklinga sem áttu fátt annað sameiginlegt en áhugann á að vinna að hagsmunum stúdenta. Við sem buðum okkur fram höfnuðum þeim hugsunarhætti sem greinilega er enn ríkjandi innan Vöku að einhver væri að bjóða sig fram gegn einhverjum. Við vildum að allir ynnu saman sem einstaklingar að sameiginlegum markmiðum óháð stjórnmálaviðhorfum eða fylkingadráttum.
Annað í blaðinu sem vekur furðu er að formaður Vöku virðist ekki hafa kannað hvaða aðrir kostir voru í boði áður en hún gekk í fylkinguna. Kannski lýsir sú ákvörðun því viðhorfi samfélagsins best að hægrimenn gangi í Vöku og rest í Röskvu.
Það er fleira sem hægt er að gera athugasemdir við en ég nenni því ekki svona snemma dags. Haustblað Vöku er tilraun til þess að færa hagsmunabaráttuna aftur um nokkur ár. í†tli Vaka að halda áfram blaðaútgáfu sem þessari eru ekki miklar líkur á að ég tali fallega um hreyfinguna í vetur.