Af hverju er talað um þrískiptingu ríkisvaldsins? Er ríkisvaldið þrískipt á íslandi í dag? Er eðlilegt að ráðherrar sitji á þingi? Er eðlilegt að framkvæmdavaldið skipi dómara?
Samband ungra framsóknarmanna stendur fyrir opnum fræðslufundi um þrískiptingu ríkisvaldsins fimmtudaginn 4. október kl. 20:00 á Hverfisgötu 33. Siv Friðleifsdóttir formaður þingflokks Framsóknarflokksins og Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður og stjórnarmaður í SUF leiða okkur í allan sannleikann um þrískiptinguna og svara spurningum á eftir.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Fræðslu- og kynningarnefnd SUF