Það er broslegt að fylgjast með stjórnarþingmönnum þessa dagana. Þeir hafa áttað sig á því að stjórnarandstöðuflokkarnir völdu ekki að starfa saman í stjórnarandstöðu eftir síðustu kosningar og segja flokkana vera ósamstíga. Stjórnarandstaðan þarf ekki að vera samstíga í öllum málum. í–ðru máli gegnir um ríkisstjórnina sem stýrir skútunni. Hingað til hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingara rekið um eins og stefnulaust rekald þar sem hver þingmaður vinnur eftir eigin stjórnarsáttmála. Það er alls ekki trúverðugt og missir gagnrýni stjórnarflokkanna á stjórnarandstöðuna marks þegar svo er um hnútana búið.
Minni annars á fræðslufund um þrískiptingu ríksivaldsins í kvöld kl. 20 að Hverfisgötu 33. Allir velkomnir sama hvar í flokki þeir standa.