Ósamstí­ga stjórnarandstaða

Það er broslegt að fylgjast með stjórnarþingmönnum þessa dagana. Þeir hafa áttað sig á því­ að stjórnarandstöðuflokkarnir völdu ekki að starfa saman í­ stjórnarandstöðu eftir sí­ðustu kosningar og segja flokkana vera ósamstí­ga. Stjórnarandstaðan þarf ekki að vera samstí­ga í­ öllum málum. í–ðru máli gegnir um rí­kisstjórnina sem stýrir skútunni. Hingað til hefur rí­kisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingara rekið um eins og stefnulaust rekald þar sem hver þingmaður vinnur eftir eigin stjórnarsáttmála. Það er alls ekki trúverðugt og missir gagnrýni stjórnarflokkanna á stjórnarandstöðuna marks þegar svo er um hnútana búið.

Minni annars á fræðslufund um þrí­skiptingu rí­ksivaldsins í­ kvöld kl. 20 að Hverfisgötu 33. Allir velkomnir sama hvar í­ flokki þeir standa.