Nýtt húsnæði á röngum stað

Samkvæmt þessari frétt fær Náttúrufræðistofnun íslands nýtt húsnæði á næstu árum. Loksins, loksins segi ég nú bara. En ekki má fagna of fljótt þar sem því­ miður er ekki enn ljóst hvernig staðið verður að uppbyggingu Náttúrufræðisafns íslands sem er samkvæmt safnalögum eitt af þremur höfuðsöfnum íslendinga. Eins og staðan er í­ dag er ástæða til að óttast hvernig staðið verður að rannsóknum á nýju safni. í nýsamþykktum lögum er gert ráð fyrir að Náttúrufræðistofnun íslands verði faglegur bakhjarls safnsins og skulu stofnanirnar gera samkomulag um samstarf sí­n á milli. Rannsóknir eru eitt af grunvallarhlutverkum safna og tel ég ótækt að þær séu skildar útundan þegar byggt er upp nýtt safn. Safnið verður þá ekki safn heldur safnví­sir eða setur. Það er miður ef ekki er höfð meiri samvinna um ákvörðun framtí­ðarhúsnæðis þessara tveggja stofnana.

Hér er kannski rétt að greina frá því­ að lokaverkefnið mitt í­ safnafræðinni fjallaði um framtí­ðarmöguleika Náttúrufræðisafns íslands. Þar skoðaði ég m.a. kosti og galla nokkurra staða sem nefndir hafa verið til að hýsa nýtt safn, þ.e. Hvanneyri, Keflaví­kurflugvöll, Perluna, Laugardal, miðborg Reykjaví­kur og Vatnsmýrina. í stuttu máli eru allir staðirnir vel til þess fallnir til þess að hýsa nýtt Náttúruminjasafn, Laugardalur þó sí­st þar sem skortir náin tengsl við Háskóla auk þess sem lega staðarins er lí­tillega fyrir utan það svæði sem ferðamenn heimsækja helst. ÁKeflaví­kurflugvelli eru uppi fyrirætlanir um uppbyggingu háskóla, enn á þó eftir að koma í­ ljós í­ hvaða mynd skólinn verður og það fræðasamfélag sem tengist honum. Helsti kostur staðarins er góð lega varðandi fjölda ferðamanna sem þar færu framhjá. Sömu sögu má segja um miðbæ Reykjaví­kur og Perluna, Háskóli íslands og Háskólinn í­ Reykjaví­k eru ekki langt í­ burtu en báðir staðirnir eru staðir sem ferðamenn sækja. ÁHvanneyri og í­ Vatnsmýri væri Náttúrufræðistofnun í­ nánu samstarfi við háskólastofnanir. Vatnsmýrin hefur þann kost fram yfir Hvanneyri að vera í­ nágrenni við hin höfuðsöfnin tvö auk þess sem mun fleiri gestur heimsæktu að öllum lí­kindum safn þar. Vatnsmýrin er sá staður sem hentugastur er af þeim stöðum sem hér hafa verið nefndir fyrir nýtt Náttúruminjasafn. Eðlilegast væri að Náttúrufræðistofnun íslands fengi úthlutað næstu lóð við Náttúruminjasafnið í­ Vatnsmýrinni.