Baccalaureus Artium

Loksins hef ég tí­ma til að lí­ta aðeins upp úr námsbókunum og minnast aðeins á laugardaginn sí­ðasta. Háskóli íslands gjörði það kunnugt þá klukkan 14:06 að Eggert Sólberg Jónsson hefði lokið tilskyldum prófum í­ þjóðfræði með safnafræði sem aukagrein og hlotið lærdómstitilin baccalaureus artium. BA gráðan er varða á leiðinni áfram menntaveginn sem engin leið er að sjá fyrir hvar endar. Ég geri þó ráð fyrir því­ að stóra útskriftin verði þegar ég klára MA prófið, vonandi eftir sirka eitt og hálft ár. Ég þakka ykkur fyrir stuðninginn sí­ðustu þrjú ár og hamingjuóskirnar um helgina.