Veturinn 2003-2004 kenndi Helgi Ólafsson stórmeistari skák í Grunnskólanum í Borgarnesi á vegum UMSB. Um áramót var ég beðinn um að vera honum innan handar ef hann þyrfti á einhverri aðstoð að halda. Hálfan vetur mætti ég því í skáktíma einu sinni í viku og tel ég mig hafa lært eitthvað af því og ekki bara skáklega séð. Það er nefnilega mjög gefandi að vinna með börnum eins og þeir sem það hafa reynt vita. En börnin sem nutu kennslu Helga eru nú að plumma sig ágætlega í skákheiminum samanber frétt Skessuhorns um borgfirskan keppanda á Norðurlandamóti stúlkna.