Fimm klukkustunda kennslustund í kenningum hjá Valdimar gerir þriðjudaga að stembnustu dögum vikunnar. Þegar ég staulast heim að ganga sex er varla að ég geti hugsað um nokkuð meira tengt skólanum þann daginn. En þó námið taki stundum á er það einstaklega skemmtilegt. Tíminn í dag var með þeim líflegri hingað til enda býður lesefni um sálgreiningu og marxisma upp á tilefni til fjörugra umræðna. Leiðinlegt samt að tæknimálin klikkuðu þar sem Diarmuid Ó Giolláin ætlaði að vera með okkur í dag.